„Það sem er í gangi núna er ekkert sérstaklega svæsið“

Stjórnmálafræðingur segir forsetakosningarnar ekki svæsnari en áður

„Það setur þessar kosningar í sérflokk að sitjandi forseti er í framboði og samt fær hann svona mörg mótframboð,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um baráttu forsetaframbjóðenda. Stefanía segir kosningarnar nú vera lið í uppgjöri hrunsins. „Það er allavega þannig í hugum margra. Það hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna. Sumir eru að gera upp hrunið og aðrir virðast vera að gera upp Icesave-ákvörðun forsetans.“ Stefanía segir baráttuna þó ekki mikið harðari en áður. Fólk sé fljótt að gleyma. „Það hefur alltaf fylgt forsetakosningum að hart er tekist á. Það sem er í gangi núna er ekkert sérstaklega svæsið í sögulegu samhengi. Það fylgir svona baráttu þar sem er verið að kjósa fólk að dregið er fram í dagsljósið ýmislegt sem einhverjir telja að varpi ljósi á persónu frambjóðanda.“

Ítarlega er fjallað um forsetakosningarnar í helgarblaði DV. Áskrifendur geta smellt á meira og lesið sögulega yfirferð blaðsins í heild.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.