Þóra hefur safnað tæpum 12 milljónum

Engar upplýsingar um eyðslu

Mynd: © Eyþór Árnason

Hefur þú ákveðið hvaða frambjóðanda þú ætlar að kjósa á laugardag?
Sjá niðurstöður

Kosningasjóður Þóru Arnórsdóttur hefur fengið tæpar 12 milljónir króna í styrki frá því að kosningabaráttan hófst. Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á heimasíðu Þóru koma 93 prósent framlaganna frá einstaklingum en sjö prósent frá fyrirtækjum.

Algengast er að styrkt sé um 3.000 krónur en að meðaltali nema styrkirnir rúmlega 19 þúsund krónum. Samkvæmt upplýsingum á síðunni hafa fimm framlög verið yfir 200 þúsund krónur. Upplýsingarnar miðast við stöðuna eins og hún var í gær.

Engar upplýsingar eru hinsvegar gefnar upp um kostnað í kosningabaráttunni. Í kappræðum forsetaframbjóðandanna á Stöð 2 á sunnudag sagði Þóra hinsvegar frá því að hún hefði eytt 1.746 þúsund krónum í auglýsingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.