Heiðrún gefur egg á Indlandi

Tveggja barna móðir hjálpar sænsku hommapari

„Ég á tvö börn sjálf og hugsa alltaf að ef ég myndi sjálf þurfa hjálp þá myndi ég vilja fá hana,“ segir Heiðrún Arna Friðriksdóttir sem var stödd í borginni Delí á Indlandi þegar DV náði tali af henni. Þar er hún stödd til að gefa egg til sænsks pars, tveggja karlmanna. Þeir þurfa á staðgöngumóður að halda og þess vegna fer eggheimtan fram á Indlandi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Heiðrún gefur egg. „Ég gaf egg á Íslandi í fyrra, mér fannst það ekkert mál þannig að ég hugsaði að ég gæti alveg gert það aftur. En ég vildi ekki gera það á Íslandi því þetta er svo lítið land,“ segir hún. Eftir að hafa gefið egg á Íslandi í fyrra ákvað hún að athuga hvort hún gæti gefið egg erlendis. „Út frá því fór ég að leita að einhverjum sem gæti tekið við alþjóðlegum gjafa, sem myndi borga fyrir mig farið út og svoleiðis. Þá rakst ég á þetta fyrirtæki sem var stofnað fyrir 10 árum og heitir Global Egg Donors,“ segir hún. Fyrirtækið er með útibú meðal annars í Kaliforníu í Bandaríkjunum, á Indlandi og í Mexíkó. Umsóknarferlið hjá þeim er langt og strangt og aðeins einn af hverjum 15 sem sækir um kemst að sem gjafi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.