Sprautuð niður með geðklofalyfjum og lokuð inni

Lára Kristín Brynjólfsdóttir er einhverf en var talin með geðklofa

„Ég vil segja sögu mína öðrum til varnaðar, ég vil ekki að fleiri þurfi að þjást eins og ég gerði. Ég fæ ekki líf mitt til baka, en ég vil fá sjálfsvirðinguna aftur,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir, glæsileg, ung kona sem kemur til fundar við blaðamann á ritstjórnarskrifstofu DV.

Lára er menntuð í sjúkraflutningum og starfar við heimahjúkrun hjá Reykjavíkurborg. Áður starfaði hún sem sjúkraliði á slysadeild Landspítalans. Hún fær ekki að starfa þar aftur þótt hún óski þess heitt. Ástæðan er sú að árið 2011 var hún tekin þaðan með valdi þar sem hún var við vinnu á slysavarðstofunni og flutt með aðstoð lögreglu á geðdeild þar sem hún var vistuð í marga mánuði.

Lára var talin með geðklofa og hættuleg sjálfri sér, sprautuð niður með svo sterkum geðlyfjum að aukaverkanirnar voru meðal annars þær að brjóst hennar fylltust af mjólk, hún missti alfarið stjórn á hreyfingum og skynjum og réð til dæmis ekki við munnvatnskirtla svo munnvatn rann hindrunarlaust úr munni hennar.

Í dag vinnur hún hægt og rólega að því að byggja upp líf sitt aftur eftir erfiða reynslu. Hún er ekki talin með geðklofa lengur. Þeirri greiningu er aflétt. Það hefur komið í ljós að hún er með einhverfu og leitar sér nú stuðnings hjá fagaðilum þess vegna. „Ég hef fengið að vita að ég er á einhverfurófi en bíð nú eftir staðfestri greiningu. Því fyrr sem ég fæ hana, því fyrr get ég hafist handa við að fyrirgefa sjálfri mér og öðrum. Það hefur nefnilega verið svo afskaplega sárt að vera til.“

Lára segir söguna alla í mánudagsblaði DV. Áskrifendur geta lesið greinina í heild sinni hér að neðan.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.