Ölvaður stökk fram af brú

Stöðvaður fyrir ölvunarakstur

Hinn 44 ára Thomas Robert Harter gerðist ansi djarfur þegar hann var stöðvaður fyrir ölvunarakstur í New Orleans á dögunum. Lögregla hafði fengið tilkynningu um óvenjulegt aksturslag og var Thomas stöðvaður í kjölfarið. Þegar lögregla ræddi við hann fyrir utan bifreið hans vaknaði grunur um að hann væri ölvaður.

Þegar hann var beðinn um að blása í mæli brást hann við með því að hlaupa í burtu og stökkva fram af brú sem var skammt frá. Thomas komst í land af sjálfsdáðum en var of þrekaður til að hlaupa lögreglu af sér. Hann var því handtekinn og ákærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis – í áttunda skiptið á ævi sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.