Leita að týndum leyniþjónustumanni

Var að rannsaka smygl á sígarettum í Perasflóa þegar hann hvarf

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur biðlað til almennings vegna leyniþjónustmanns sem hvarf í Íran fyrir fimm árum. Maðurinn, sem heitir Robert A. Levinson og er 63 ára, hvarf á eyjunni Kish í Persaflóa árið 2007. Hann var þar til að rannsaka smygl á sígarettum.

FBI hefur boðið hverjum þeim sem hefur upplýsingar um hvar Levinson er niðurkominn eina milljón dala, eða 126 milljónir króna.

Síðast spurðist til Levinsons í desember þegar myndband af honum var gert opinbert. Þar lýsti Levinson því að honum hefði verið haldið föngnum í nokkur ár. Hann væri við ágæta heilsu en biðlaði til yfirvalda að koma sér til hjálpar. Talið er að Levinson sé í haldi í Pakistan eða Afganistan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.