„Einn versti díll sem nokkur maður hefur gert“

Seldi tryggingamiðlun svissneska tryggingafélagsins Swiss Life til Landsbankans

Mynd: kristinnm@birtingur.is kristinnm@birtingur.is

Eignarhaldsfélag í eigu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fékk greiddar tæpar 33 ­milljónir króna frá Landsbanka Íslands í júní 2003. Greiðslan var vegna sölu Guðlaugs Þórs á umboði fyrir tryggingamiðlun svissneska tryggingafélagsins Swiss Life sem hann seldi til Landsbankans á þessum tíma. Hann segir að hann hafi keypt tryggingamiðlunina af Búnaðarbankanum, þar sem hann starfaði, með láni frá bankanum og selt hana skömmu síðar til Landsbankans.

Þegar Guðlaugur Þór hætti í Búnaðarbankanum við sameininguna við Kaupþing varð niðurstaðan sú að hinn sameinaði banki vildi ekki halda umboðinu fyrir Swiss Life. „Niðurstaðan varð sú að ég keypti Swiss Life því ég hafði unnið mjög hart að því að ná þessum samningum og vildi að þetta héldi áfram hér á landi.“

Guðlaugur Þór segist aðspurður hafa keypt Swiss Life-umboðið með skammtímaláni frá Búnaðarbankanum. „Ég man það ekki alveg en ég held að ég hafi fengið skammtímalán, væntanlega frá Búnaðarbankanum. Það leið mjög skammur tími frá því ég keypti umboðið þar til ég seldi það þannig að vaxtagjöldin hafa ekki verið mjög mikil.“

Hann segist hafa selt umboðið til Landsbankans á nokkurn veginn kostnaðarverði. „Þetta er væntanlega einn versti díll sem nokkur maður hefur gert,“ segir Guðlaugur og bætir því við að söluverðið hafi rétt dugað til að greiða lánið til baka til Búnaðarbankans og fyrir útlögðum kostnaði. Guðlaugur Þór segist því ekki hafa grætt mikið persónulega á viðskiptunum. Aðspurður hvort hann hafi grætt milljónir á viðskiptunum segir hann að svo hafi ekki verið.

Nánar er fjallað um málið í DV í dag. Áskrifendur að DV.is geta lesið alla fréttina ef þeir ýta á meira

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.