Þórhallur Heimisson berst við skuldir og hjálpar öðrum

Leitaði til Umboðsmanns skuldara – Er að reyna að standa í skilum

Mynd: © DV ehf / Karl Petersson 2007

Þetta var vondur tími til að fara að stækka við okkur,“ segir Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, sem er einn af fjölmörgum Íslendingum sem hafa sótt úrræði hjá Umboðsmanni skuldara vegna skuldavanda.

Þórhallur lagðist í framkvæmdir við heimili sitt í Hafnarfirði fyrir hrun og stóð í skilum varðandi greiðslur á lánum allt þar til í október árið 2008, en Þórhallur lét byggja bílskúr við húsið sitt.

Hefur ekkert að fela

„Til þess að reyna að koma þessu þannig fyrir að maður gæti gengið frá þessum málum þá fór ég til Umboðsmanns skuldara, eins og margir aðrir sem hafa lent í svipuðu. Það hefur gengið vel og vonandi getur maður þá klárað það mál. Ég hef ekkert að fela og skammast mín ekkert. Ég er að reyna að standa í skilum. Maður borgaði allt jafnóðum fram að október 2008,“ segir Þórhallur sem er ánægður með þau úrræði sem bjóðast hjá Umboðsmanni skuldara.

Ítarlega er fjallað um málið í DV í dag, en Þórhallur greinir þar frá því að hann þekkir ekki skuldavandan aðeins á eigin skinni, heldur hefur hann veitt mörg viðtöl í kirkjunni hjá sér þar sem ýmis vandamál eru rædd, þar á meðal peningavandamál

Áskrifendur að DV.is geta lesið alla fréttina ef þeir ýta á meira

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.