Enn fleiri huldufélög í milljarðaskuld

Tvö óþekkt félög fengu milljarða frá Kaupþingi

Mynd: © DV ehf / Stefán Karlsson

Áhugamenn um íslenska efnahagshrunið eru ennþá, nærri tveimur árum eftir útgáfu rannsóknarskýrslu Alþingis, að rekast á umfjallanir um huldufélög í rannsóknarskýrslu Alþingis sem skráð eru fyrir skuldum við íslensku bankana upp á marga milljarða króna. Þannig hefur sjaldan eða aldrei verið minnst á tvö slík félög, Ab 76 og Ab 47, opinberlega en samtals skulduðu þau nokkra milljarða í íslenska bankakerfinu fyrir hrun.

Bæði félögin voru í eigu sömu aðila og keypti það hlutabréf í Exista og Kaupþingi á árunum 2007 og 2008. Meðal eigenda félaganna var lögmaðurinn Jón Halldórsson og aðilar tengdir honum. Annað félagið, Ab 76, fékk samtals nærri 3 milljarða að láni til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi og Landsbankanum og seldi nær öll hlutabréfin fyrir hrunið 2008. Eigið fé félagsins er neikvætt upp á rúmlega hálfan milljarð í dag en það er ennþá starfandi.

Hitt félagið, Ab 47, hefur aldrei skilað ársreikningi frá stofnun. Félagið var meðal stærri hluthafa Exista og átti um tíma nærri tveggja prósenta hlut í félaginu. Skuldir þess í íslenska bankakerfinu nema rúmlega fimm milljörðum króna. Félagið hefur verið afskráð hjá Fyrirtækjaskrá og tekur með sér umræddar skuldir. Samanlagðar skuldir þessara tveggja óþekktu félaga í bankakerfinu námu því um 8 milljörðum króna hið minnsta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.