Ólafur afsalaði sér húsi til Framsóknar

Hluthafi í S-hópnum seldi Framsókn hús mánuði fyrir einkavæðingu Búnaðarbankans

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar, Ker hf., sem var einn af kaupendum Búnaðarbankans í ársbyrjun 2003, afsalaði sér húsi á Hverfisgötu 33 til Framsóknarflokksins í desember 2002. Húsið hýsir skrifstofur Framsóknarflokksins í dag. Kaupverðið var greitt með yfirtöku skulda upp á 45 milljónir króna þó svo að fasteignamat þess hafi verið talsvert hærra. Þetta kemur fram í afsölum hússins frá því 19 desember 2002 sem DV hefur undir höndum.

Tæpum mánuði síðar, þann 16. janúar 2003, var Ólafur Ólafsson einn þeirra sem skrifaði undir kaupsamning við íslenska ríkið þar sem S-hópurinn, svokallaði meðal annars eignarhaldsfélagið Egla sem var í eigu Kers hf., keypti Búnaðarbankann af íslenska ríkinu. Ker var á þessum tíma eigandi olíufélagsins Esso. Ólafur Ólafsson var einn stærsti hluthafinn í Kaupþingi, áður Kaupþingi-Búnaðarbanka, þar til bankinn féll um haustið 2008.

Nánar er fjallað um málið í DV í dag. Áskrifendur að DV.is geta lesið alla fréttina ef þeir ýta á meira

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.