Guðfríður Lilja hættir á þingi

Sendi forseta Alþingis bréf

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, lætur af þingmennsku um áramótin. Í tilkynningu frá Guðfríði segist hún hafa formlega sagt af sér þingmennsku þegar hún sendi forseta Alþingis bréf um afsögn sína um hádegisbilið í dag.

 Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, tekur sæti Guðfríðar Lilju á þingi.

Guðfríður Lilja hafði lýst því yfir í nóvember að hún gæfi ekki kost á sér fyrir þingkosningarnar í vor. Þar sagði hún margt hafa valdið sér vonbrigðum á Alþingi.

 „Vonandi bera stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Alþingi gæfu til þess í framtíðinni að hafna einstefnumenningu hrunsins og fagna þess í stað fjölbreyttum sjónarmiðum,” sagði Guðfríður í nóvember. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.