Björgólfur viðskiptamaður ársins

Viðskiptablaðið og Fréttablaðið á einu máli

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, er viðskiptamaður ársins 2012 samkvæmt Viðskiptablaðinu og Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál.

Árið sem leið var æði viðburðaríkt hjá Icelandair Group. Félagið opnaði hótel við höfnina í Reykjavík, jók verulega sætaframboð Icelandair og setti nýtt met með því að flytja tvær milljónir farþega á árinu. Þá gekk félagið einnig frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember.

Þá eru kaup Amgen á Decode ofarlega á lista þegar kemur að bestu viðskiptum ársins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.