Sjórinn gengur yfir Sæbrautina

Lögreglan varar ökumenn við því að fara þar um

Kristinn Jón Eysteinsson tók þetta myndband af af Sæbrautinni í morgun þar sem sjórinn gengur yfir brimvarnargarðinn.

Myndbandið hefur farið víða á Facebook eftir að Kristinn deildi því þar en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi út tilkynningu í morgun þar sem hún varar ökumenn við því að fara um Sæbrautina.

Slíkur er ofsinn í veðrinu rekaviður og aðrir aðskotahlutir höfðu borist á land og út á miðja götu þegar blaðamaður DV átti leið um Sæbrautina í morgun.

Gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 11:00 og 13:00 í dag.

Varúð! Sjór gengur yfir Sæbrautina

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.