Margrét: „Stríðið gegn fíkni­efnum tapað“

Þór Saari segir fíkniefnalaust Ísland aldrei verða að veruleika

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Ég held að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, þingkona Hreyfingarinnar, í sérstakri umræðu um skipulagða glæpastarfsemi og stöðu lögreglunnar á Alþingi nú fyrir stundu.

Margrét vitnaði til skýrslu Global Commission on Drugs um fíkniefnavandann þar sem fjallað væri af meiri skynsemi um fíkniefnavandann af meiri skynsemi en hér.

Hún sagði forvirkar rannsóknarheimildir ekki vera lausnina til að uppræta skipulagða glæpastarfsemi og vitnaði til frétta af glæpahópum þar sem kom fram að að hennar mati að vitað væri nákvæmlega hverjir það væru sem í þessu stæðu.

Margrét tengdi fíkniefnavandann og skipulagða glæpastarfsemi saman í ræðu sinni og sagði Margrét að lausn hópsins sem hún nefndi væri að það þyrfti að fara að líta á fíkniefnavandann sem heilbrigðisvandamál. „Ekki ýta fólki út í þann afbrotaheim sem skipulögð glæpastarfsemi byggir á.

Margrét sagði að það þyrfti að reglufesta og „afglæpavæða“ fíkniefnaheiminn. „Og taka út þá hagnaðarvon sem drífur undirheimana áfram“ þar sem ofbeldi og mansal þrífst. Kallaði hún eftir nýrri nálgun:

„[Sem] felst ekki í öflugri viðbúnaði heldur aukinni mennsku.“

Þór Saari tók undir þessi orð flokkssystur sinnar. Óskaði hann jafnframt eftir því að skýrsla Global Commission on Drugs yrði þýdd yfir á íslensku og bætti við:

„Fíkniefnalaust Ísland mun aldrei verð að veruleika.“

Í umræðunni fóru þingmenn annars um víðan völl. Auk undirheimagengja, fíkniefnavandans og umræðu um forvirkar rannsóknarheimildir var fjársvelti lögreglunnar harðlega gagnrýnt. Benti Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á að lögreglan þyrfti í kringum 500 milljónir króna í auknar fjárveitingar miðað við það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. „Ef ekki á illa að fara.“

Benti hann á að eitt meginhlutverk stjórnvalda væri að tryggja öryggi borgaranna.

„Og það verður ekki gert með þeirri stefnu sem rekin hefur verið og við sjáum í fjárlagafrumvarpinu.“

Mynd: © Róbert Reynisson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.