Sér­stak­ur: Um­fjöll­un af þess­u tagi kall­ar yf­ir­leitt á eft­ir­grennsl­an

„Það er ekki hægt að stunda rannsókn í beinni útsendingu“

„Við myndum ekki gefa slíkar upplýsingar upp,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, aðspurður hvort embættinu hafi borist myndband sem varð til þess að Guðmundur Örn Jóhannsson tók sér leyfi frá störfum sem framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

DV hefur heimildir fyrir því að embætti sérstaks saksóknari hafi fengið myndbandið en Ólafur segir ekki mögulegt að upplýsa það.

„Það er ekki hægt að stunda rannsókn í beinni útsendingu,“ segir Ólafur í samtali við DV.is og vill ekki svara hvort málið sé til rannsóknar hjá embættinu: „En umfjöllun af þessu tagi kallar almennt séð nú yfirleitt á einhverskonar eftirgrennslan af hálfu lögreglu,“ segir Ólafur.

Sjá einnig:

FRAM­KVÆMDA­STJÓRI LANDS­BJARGAR HÆTTIR SKYNDI­LEGA

„ÉG SVER AF MÉR AÐ HAFA MIS­NOTAÐ AЭSTÖÐU MÍNA HJÁ LANDS­BJÖRG“

Myndbandið sem varð til þess að Guðmundur hætti

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.