Þórhallur vill verða biskup

Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, sækist eftir embætti biskups Íslands. Í tilkynningu frá Þórhalli kemur fram að hann ætli að kynna heimasíðu framboðsins í vikunni.

Þórhallur segist taka þessa ákvörðun að vel ígrunduðu máli og eftir ítarlegt samtal við kjörmenn bæði leika og lærða. „Vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem hafa hvatt mig bæði leynt og ljóst til að taka þessa ákvörðun.“

Fimm aðrir hafa einnig lýst yfir framboði til embættis biskups Íslands en þau eru Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti, Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, Þórir Jökull Þorsteinsson prestur, Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.