Féll af hestbaki og höfuðkúpubrotnaði

Félagi mannsins kom að honum meðvitundarlausum

Mynd: Mynd DV

Maður höfuðkúpubrotnaði er hann féll af hesti sínum um miðnætti á föstudag. Atvikið átti sér stað við Langholtsveg í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi. Að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi kom félagi mannsins að honum meðvitundarlausum. Ekki liggur fyrir hvað gerðist en málið er í rannsókn.

Annað hestaslys varð um helgina er stúlka féll af hesti skammt frá Flúðum. Hún hlaut minniháttar meiðsl.

Á sunnudag var tilkynnt um tvö umferðarslys í umdæmi Selfosslögreglu. Annars vegar bílveltu á Skeiða- og Hrunamannavegi við Gýgjarhólskot í Bláskógabyggð. Ökumaður var einn í bifreiðinni og slasaðist lítilega. Hitt slysið varð við Stöng í Þjórsárdal þar sem ökumaður fjórhóls missti vald á því með þeim afleiðingum að hjólið valt. Farþegi var á hjólinu en hann slapp ómeiddur en ökumaður fann til eymsla í baki og hann því fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna á Selfossi til skoðunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.