Níðingurinn ræðst á þægustu hryssurnar

Lögreglan rannsakar svívirðilegt kynferðislegt ofbeldi gegn hryssum

Mynd: Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Lögreglan hvetur eigendur hrossa að fylgjast með þeim eins og kostur er og hafa tafarlaust samband við lögreglu um grunsemdir vakna um dýraníð. Eins og fram hefur komið tilkynntu eigendur þriggja hryssa á dögunum um áverka sem taldir eru vera af mannavöldum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er í öllum tilvikunum um að ræða áverka á kynfærum dýranna, bæði utanverðum og innvortist. Tvö tilvik voru uppgötvuð þann 10. júlí og það þriðja 11. september en lögreglan var ekki kölluð á staðinn.

Lögreglan hefur kallað eftir gögnum frá dýralækni og unnið er að því að reyna að áætla hvenær atvikin áttu sér stað og hverjir hér voru að verki.

Lögreglan óskar enn fremur eftir upplýsingum um dýraníðinginn í Kjós og eru allir sem upplýsingar geta veitt um atvikin beðnir að hafa samband við lögreglustöð 4 í síma 444-1190 á skrifstofutíma eða í síma 444-1180 þess utan.

Í DV í dag er rætt við Sigþór Gíslason, bónda á Meðalfelli í Kjós, þar sem kemur fram að níðingurinn eða níðingarnir hafi ráðist á þægustu hryssurnar sem allar hafi verið í eigu fjölskyldu frá Reykjavík. Hann segir íbúa í Kjós vera á tánum þessa dagana þar sem vel sé fylgst með öllum mannaferðum. En nánar um það í DV í dag.

Sjá einnig:

Hestaníðingur á ferð í Kjós

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.