Sádi-arabískur prins kaupir sér Airbus 380 risaþotu

Ætlar að nota flugvélina sem einkaþotu

Mynd: Mynd Reuters

Það mun ekki væsa um sádi-arabíska prinsinn Al Waleed bin Talal í nýju einkaþotunni hans sem flugvélaframleiðandinn Airbus hefur í smíði. Einkaþotan verður sú stærsta í heimi, en flugvélin sem verður breytt í einkaþotu er af gerðinni Airbux A380, sem er stærsta farþegaflugvél heims.

Innréttingar flugvélarinnar eru hannaðar af hönnunarstofunni Design Q en meðal þess sem verður í flugvélinni er tyrkneskt bað fyrir fjóra og bílastæði fyrir Rolls-Royce-bifreið prinsins. Einnig verður tónleikasalur og fundarsalir búnir fullkomnum fjarfundabúnaði í flugvélinni. Flugvélin er öll á tveimur hæðum þannig að ná pláss er í vélinni.

Verðmiðinn fyrir svona risaeinkaþotu? Litlar 380 milljónir dala fyrir utan kostnaðinn sem fer í að hanna og endurinnrétta innviði flugvélarinnar. Þetta er þó langt frá því að vera eina flugvél prinsins en hann á eitt stykki Boeing 747-400 þotu. Hvort hann muni leggja henni eða bara nota hana á styttri leiðum liggur ekki fyrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.