Fyrstu Icesave-lögin felld

Mynd: © DV ehf / Stefán Karlsson

Síðastliðið föstudagskvöld voru fyrstu Icesave-lögin frá árinu 2009 felld úr gildi á Alþingi. Þar var samningur sem gerður hafði verið við Breta og Hollendinga staðfestur með ákveðnum fyrirvörum.

Icesave-lögin sem kosið var um í þjóðaratkvæðisgreiðslu í apríl á þessu ári áttu aðkoma í stað hinnar fyrstu löggjafar um Icesave og þau áttu að falla sjálfkrafa úr gildi. En seinni löggjöfin var felld í þjóðaratkvæði og því þurfti þingið að fella hina fyrri formlega úr gildi á þingfundi föstudagsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.