Eftirlýstur af Interpol: Búinn að gefa sig fram

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að stinga mann með hníf.

Íslenskur ríkisborgari, Chigozie Óskar Anoruo sem var eftirlýstur af Interpol er búinn að gefa sig fram við íslensk fangelsismálayfirvöld og hóf afplánun í gær samkvæmt visir.is. Hann er vistaður í Hegningarhúsinu að svo stöddu.

Þegar lýst var eftir Óskari töldu fangelsismálayfirvöld að hann væri erlendis en það kom á daginn að hann dvaldi hér á landi. Í kjölfarið gaf hann sig fram til yfirvalda. Anoruo, sem fæddur er í Nígeríu, á að afplána tveggja ára fangelsisdóm sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2009 fyrir að stinga mann í hálsinn með hnífi í Hafnarstræti í Reykjavík. Fréttablaðið greindi frá því að hending var talin að fórnarlambið hafi ekki látið lífið í árásinni en þetta er fjórði dómurinn sem Anoruo hefur hlotið fyrir líkamsárás, en í tvígang hafa líkamsárásirnar verið álitnar stórfelldar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.