Bjarni Ben: „You ain't seen nothing yet!“

Sjálfstæðismenn ekki spenntir fyrir breyttri ríkisstjórn

Mynd: © Eyþór Árnason

„Hér þarf nýtt og skýrt umboð. Það þurfa að fara fram kosningar sem fyrst,“ segir á Facebook síðu Sjálfstæðisflokksins í dag. Tilefnið eru væntanlegar hrókeringar í ríkisstjórn sem tilkynnt verður um seinna í dag en tengt er í frétt Vísis þar sem fjallað er um breytingarnar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tengir í sömu frétt undir fyrirsögninni; „Atvinnumál á Íslandi: ,,You ain´t seen nothing yet !““ Afar ólíklegt þykir að túlka megi orð Bjarna sem svo að breytingarnar hugnist honum eða að hann telji þær íslensku atvinnulífi til góðs.

Væntanlegar hrókeringar í ríkisstjórn hafa vakið athygli þótt enn hafi endanleg niðurstaða ekki verið kynnt. Óljóst er hversu mikið er komið á hreint en DV greindi frá því í morgun, fyrst fjölmiðla að Steingrímur J. Sigfússon fari úr fjármálaráðuneytinu og verði ráðherra atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis eins og það var kallað árið 2009.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.