Þeir sem kaupa upp Ísland: Sjólafjölskyldan fékk 12 milljarða

Þeir sem högnuðust erlendis fyrir hrun áberandi meðal nýrra fjárfesta.

Guðmundur Steinar Jónsson er einn af Sjólaskipssystkinunum svokölluðu. Hin heita Berglind, Haraldur og Ragnheiður. Sjólaskipsfjölskyldan auðgaðist gríðarlega árið 2007 þegar hún seldi erlenda starfsemi Sjólaskipa og tengdra félaga til Samherja fyrir um 140 milljónir evra, um 12 milljarða króna á gengi þess tíma. Sjólafjölskyldan hafði undanfarin tíu ár þar á undan gert út átta skip við Máritaníu og Marokkó í Afríku. Systkinin eru börn Jóns Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra og eiganda Sjólaskipa.

Fjárfestingar eftir hrun:

*9 prósenta hlutur í MP Banka í gegnum einkahlutafélagið Mizar - Berglind systir hans á 2.3 prósent í bankanum í gegnum einkahlutafélagið Alkor

*Hluthafar í 600 milljóna króna skemmtigarði sem opnar í Smáralind í nóvember

*Ætluðu að kaupa Sjóvá með Heiðar Má Guðjónssyni í fyrra.

Í helgarblaði DV er ljósi varpað á þá fjárfesta sem hafa verið duglegir við að sanka að sér eignum hér á landi eftir hrun.

Eitt af helstu einkennum þeirra fjárfesta sem hvað mest hafa látið til sín taka hér á landi eftir hrunið er að þeir annaðhvort auðguðust erlendis eða seldu eignir sínar á Íslandi fyrir hrunið. Þetta á til dæmis við um Skúla Mogensen, Árna Hauksson, Hallbjörn Karlsson, Kristin Aðalsteinsson og systkinin Guðmund Jónsson og Berglindi Jónsdóttur.

Sjá einnig:

Fólkið sem kaupir upp Ísland

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.