Grunaður um fjárdrátt: Einnig formaður sóknarnefndar Keflavíkursóknar

Lögregla rannskakar meintan fjárdrátt fyrrverandi formanns Þroskahjálpar

Halldór Leví Björnsson, sem er grunaður um fjárdrátt frá Þroskahjálp á meðan hann gegndi þar formennsku, er einnig formaður sóknarnefndar Keflavíkursóknar. Í helgarblaði DV er greint frá því að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu.

Það var núverandi stjórn Þroskahjálpar sem uppgötvaði nýverið ósamræmi í bókhaldi félagsins og það rakið aftur til fyrrverandi formanns félagsins.

Eftir að málið komst upp endurgreiddi formaðurinn fyrrverandi Þroskahjálp á Suðurnesjum fjárhæðina sem stjórnin taldi hann hafa dregið sér. Þetta staðfestir Halldór í samtali við DV. Á nýlegum fundi stjórnarinnar var hins vegar ákveðið að senda málið áfram til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og virðist sem menn hafi viljað fá botn í það hvort upphæðin sem hvarf hafi hugsanlega verið hærri. Rannsóknarlögreglan á Suðurnesjum segir að rannsókn málsins vera á byrjunarstigi.

Sjá einnig: Fjárdráttur fyrrverandi formanns Þroskahjálpar til rannsóknar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.