Gillz um flagarabók Vöreks: „Eins rangt og hægt er“

Hefur ekki mikið álit á höfundi Bang Iceland

„Mér finnst þetta vera eins rangt og hægt er,“ segir rithöfundurinn og íþróttafræðingurinn, Egill Einarsson, um sjálfshjálparbók Roosh Vörek, Bang Iceland: How to have sex with icelandic women in Iceland. Í bókinni segir Vörek frá íslenskum konum og telur þær vera lauslátar. Gefur hann ráðleggingar í bókinni sem eiga að hjálpa einstaklingum við að kynnast íslenskum konum og eiga með þeim einnar nætur gaman.

Egill er alls ekki sáttur við þessa bók Vöreks. „Ég er búinn að leggjast í rannsóknavinnu fyrir metsölubækurnar mínar. Þó að íslenskar stelpur djammi og lyfti sér upp eins og aðrar, þá eru þær ekki alveg eins auðveldar og þessi gæi vill meina,“ segir Egill sem hefur ekki mikið álit á höfundinum.

Egill hefur sjálfur skrifað þrjár sjálfshjálparbækur og hefur aðra sögu að segja af íslenskum konum „Í bókunum mínum snýst þetta um að vera hress og skemmtilegur við dömurnar en ekki að hella þær fullar og einangra þær. Ég er búinn að fara yfir þetta í Mannasiðum Gillz og Lífsleikni Gillz. Nýjasta bókin heitir Heilræði Gillz þar sem ég tækla þessi mál. Ég tel líklegra að fólk nái sér í heilræði þar heldur en í bókinni hjá þessum manni,“ segir Gillz að lokum.

Sjá einnig:

Lærði á íslenskar konur með að fylgjast með íslenskum körlum

Mynd: © DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.