83 ára karlmaður bauð ungri konu að losna undan skuld gegn kynlífi

Kyssti á henni hálsinn gegn hennar vilja

Áttatíu og þriggja ára gamall karlmaður frá Iowa, Bandaríkjunum, á yfir höfði sér ákæru vegna tilraunar til að neyða unga konu til að endurgreiða sér skuld með því að stunda kynlíf með sér. Konan er fimmtíu árum yngri en maðurinn sem heitir Ben Clifford Dawson.

Konan heitir Melissa Drew en hún segist hafa fengið peninga að láni frá Dawson í júní síðastliðnum. Þegar hún fékk peninginn frá Dawson segir hún hann hafa gripið sig og byrjað að kyssa hálsinn á henni gegn hennar vilja.

Drew fékk um það bil sjö þúsund dollara lánaða frá Dawson en hún segir hann hafa boðið sér að minnka skuldina ef hún vildi sofa hjá sér nokkrum sinnum.

Drew fór til lögreglunnar fyrir tíu dögum eftir að Dawson hafði hringt ítrekað í hana til þess að falast eftir blíðu. Dawson er þekktur innan lögreglunnar fyrir að bjóða konum að minnka skuldir sínar við hann með því að stunda kynlíf með honum. Lögreglan hefur skráð þrjú atvik þar sem fyrrverandi kvenkyns leigjendur hans kvörtuðu yfir slíku hátterni af hans hálfu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.