„Sumir eru í þremur störfum til að lifa af, ég fékk þrjár milljónir við fæðingu“

Occupy-hreyfingin fær liðsauka úr óvæntri átt

Occupy-hreyfingin hefur fengið stuðning úr óvæntri átt. Meðlimir hreyfingarinnar segja skiptingu auðs vera ójafna í Bandaríkjunum. Er því fleygt að eitt prósent bandarísku þjóðarinnar búi við ríkidæmi Bandaríkjanna á meðan 99 prósent þjóðarinnar erfiðar.

Occupy-hreyfingin er kennd við mótmæli sem hófust á Wall Street í New York fyrir nokkru en nú hefur hreyfingunni borist óvæntur liðsauki. Bloggsíða á Tumblr nefnist We are the 1 Percent . Þar má sjá stuðningsyfirlýsingar til Occupy-hreyfingarinnar frá fólki sem segir peninganna hafa auðveldað þeim lífið. „Ég hef ekki lagt meira á mig en þau. Ég stend með þessum 99 prósent og ég vil kerfisbreytingu,“ segir í einni yfirlýsingunni á blogginu.

„Sumir eru í þremur störfum til að lifa af. Ég fékk þrjár milljónir dollara við fæðingu. Við þurfum skipta þessu upp,“ segir í annarri yfirlýsingu frá aðila sem segist tilheyra hópi þeirra ríku.

Bloggið deilir sömu skoðun og bloggið sem nefnist We Are the 99 Percent , en þar mál lesa sögur þeirra sem eiga erfitt uppdráttar vegna efnahagsástandsins í Bandaríkjunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.