Viðrar vel til mótmæla

Samstöðutónleikar á Austurvelli

Mynd: © Róbert Reynisson © Róbert Reynisson

Valþór Ólason, einn af skipuleggjendum samstöðutónleikana við Austurvöll segir að það virði vel til mótmæla í dag. „Nú er sólin bara komin fram. Þetta lítur vel út og fólk byrjað að mæta,“ segir Valþór. Hann vonast til að sjá sem flesta í dag, jafnvel allt að þrjátíu þúsund manns.

Svokölluð óeirðagirðing er komin upp í kring um Alþingishúsið, en Valþór segir að það sé ekkert verra fyrir tónleikana enda séu mótmælin hugsuð sem friðsamleg samstaða

Yfirskrift tónleikanna er „Þjóðarvakning“ og eru þeir hugsaðir sem stefnumót við stjórnvöld fyrir fólkið í landinu, vegna aðgerðarleysis stjórnvalda og yfirgangs bankanna. Þeir hefjast klukkan tíu.

Fram koma Fjallabræður ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni og og Jónasi Sigurðssyni Sólstrandargæja, Gunnar Þórðarson, KK, Bjartmar Guðlaugsson, Gylfi Ægis, Megas og Rúnar Þór, Jussanam da Silva, Ásgeir Ásgeirsson, Magnús Guðmunds (Maggi Þeyrsari flytur Drápuna), Guðbjörg Elísa ásamt Stefáni Henrýssyni píanóleikara, Hjörtur Howser , Hljómsveitin Myrká, Magni Ásgeirsson, Þriðja hæðin, Óskar Axel og Júlí Heiðar og fleiri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.