Skúli rasisti: „Að bera vopn er merki um frjálsan mann“

Mynd: Mynd DV

Skúli Jakobsson er fjörutíu og þriggja ára rasisti, sem segist ekki eiga börn svo að hann viti. Hann fer ekki í launkofa með að hann sé rasisti, en segir að orðið sé misskilið og að með því að kalla sig rasista sé hann að segja hann að hann trúi á sinn eigin kynstofn. Skúli er hluti af Creativity Movement, eða Sköpunarhreyfingunni, sem er kirkjusamtök sem berjast fyrir aðskilnaði hvítra og annarra kynstofna. Samtökin hafa oft verið tengd við heiftarlega hatursglæpi erlendis. „Þeir sem styðja fjölmenningarstefnuna og þessa samlögun og innflutning á lituðu fólki til hvítra landa kalla sig and-rasista. En af því að þetta er inn í hvít lönd og aðeins inn í hvít lönd, þá eru þeir í raun and-hvítir. Við erum að segja að and-rasisti sé í raun og veru dularorð yfir and-hvíta,“ segir Skúli.

Kirkjudeildin sem Skúli tilheyrir trúir að hinir hvítu séu æðri öðrum. Hann vill ekki meina að það séu fleiri hér á landi sem eru meðlimir þessarar kirkju en sjálfur hefur hann verið vígður til prests af æðstu stjórnendum kirkjunnar í Bandaríkjunum. Það þýðir hann honum sé leyfilegt að tjá sig um málefni kirkjunnar og trúna en það er hinum venjulega meðlim ekki leyfilegt. Hann hefur stofnað kirkju hér á landi undir merkjum Sköpunarhreyfingarinnar, en á heimasíðu kirkjunnar, sem Skúli hefur sett upp, er fólk hvatt til þess að eiga skotvopn. Sjálfur segist hann að „sjálfsögðu“ eiga byssu. „ Já, hvað heldurðu! Að bera vopn er merki um frjálsan mann. En ég geng að sjálfsögðu ekki um með hana dags daglega, enda er það ólöglegt á Íslandi.“

Heimasíðu Sköpunarhreyfingarinnar er hægt að sjá hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.