Mikill meirihluti vill leyfa staðgöngumæðrun

Mynd: Mynd: Photos.com

Tæplega 87 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun MMR segjast fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði gerð lögleg á Íslandi.

MMR kannaði hvort landsmenn séu fylgjandi eða andvígir því að staðgöngumæðrun yrði gerð lögleg á Íslandi. Aðeins 13,3 prósent sögðust frekar eða mjög andvígir lögleiðingu staðgöngumæðrunar.

Svarfjöldi könnunarinnar var 890 einstaklingar og tóku 85 prósent afstöðu til spurningarinnar. Fram kemur í niðurstöðum MMR að afstaða til staðgöngumæðrunar sé óháð stuðningi við stjórnmálaflokka, kyns og tekjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.