Vissi ekki að elskuhuginn lést í miðjum klíðum

Lögreglan í Ohio, Bandaríkjunum, hefur sakað mann um að hafa samræði við konu sem var látin. Maðurinn sagði þó við lögreglu að hann hefði ekki vitað að konan væri látin.

Richard Elwood Sanden, 55 ára, var í haldi lögreglu í Ohio á miðvikudag vegna kannabisvörslu og að hafa misnotað lík. Lögreglan handtók Sanden síðastliðið laugardagskvöld í íbúð konunnar þegar hún var kölluð á vettvang af nágrönnum.

Sanden sagðist hafa verið að stunda samræði við konuna þegar hann áttaði sig á því að hún var hætt að anda. Hann segist hafa beitt fyrstu hjálp og hringt á sjúkrabíl. Hann sagðist hafa þekkt konuna í nokkra mánuði áður en samband þeirra varð náið. Ekki er vitað um dánarorsök konunnar en rannsókn málsins er ólokið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.