Akureyri á kafi í snjó

Mynd: Myndir: Pedromyndir

Á meðan sinueldar kvikna í Reykjavík vinna á þriðja tug vinnuvéla að snjómokstri á Akureyri vegna þess gríðarlega fannfergis sem er í bænum. Bærinn hefur hreinlega verið á kafi í snjó undanfarið.

Bæjaryfirvöld á Akureyri segja að kostnaður vegna snjómoksturs nemi um 2 til 2,5 milljónum króna á dag og því hefur gengið á sjóði bæjarins vegna ástandsins.

Meðfylgjandi myndir af umfangsmiklum snjómokstursaðgerðum á Akureyri voru teknar í morgunsárið en hinar sýna snjóþunga síðustu daga fyrir norðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.