fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Varaþingmaður segir sig úr Samfylkingu

Egill Helgason
Mánudaginn 27. september 2010 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Már Jónsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar á Norðvesturlandi, segir sig úr flokknum vegna fiskveiðistjórnunarmála og þess sem hann kallar svik flokksins. Hann segir á bloggi sínu:

„Ég er varaþingmaður Samfylkingarinnar og það í kjördæmi Guðbjartar Hannessonar sem leiddi svikanefndina og skrifaði upp á þjóðsvikaleiðina, þ.e. samningaleiðina. Leið sem Guðbjartur reynir því miður að halda fram að uppfylli þær kröfur sem bæði yfirgnæfandi hluti Íslendinga gerir, sem og þær kröfur sem við höfum fyrir langt löngu gert á okkur sjálf með stjórnarskrá okkar og með þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem við höfum gengist undir. Mér liggur við að segja að menn hljóti að vera brjálaðir að halda að það sé hægt að selja almenningi þá hugmynd að samningaleiðin sé til þess fallin að uppfylla nauðsynlegar kröfur um mannréttindi og jafnræði, sem og þær kröfur sem almenningur í þessu landi gerir. Það stríðir mjög alvarlega gegn sannfæringu minni, eftir þessi ótrúlegu svik, að halda áfram á þessari braut. Það stríðir gegn sannfæringu minni að bakka upp fólk sem er reiðubúið til þess að svíkja málstað sinn jafn miskunnarlaust og forysta Samfylkingarinnar hefur gert í þessu máli. Því sé ég mér ekki annað fært en að segja mig hér með úr flokknum og þar með frá varaþingmannsstöðu minni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus