Ætlar að leggja fram tillögu um aðskilnað ríkis og kirkju

Mynd: Mynd Róbert Reynisson

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, hyggst leggja fram tillögu á Alþingi um aðskilnað ríkis og kirkju. Hann segir að breytingarnar yrðu helst fólgnar í því að ekki yrði eingöngu eitt trúfélag sem hefði algera sérstöðu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

„Við værum ekki með eitt trúfélag sem hefði meiri aðgang að fjármagni frá ríkinu, heldur en önnur. Kirkjan væri þá ekki í þessum beinu tengslum við ríkið eins og það er í dag,“ sagði Árni. „Kirkjan þarf auðvitað að taka á sínum málum burt séð frá því hvort hún er ríkiskirkja eða ekki.“

Árni hefur ekki ákveðið hvort hann leggi tillöguna fram sem frumvarp eða sem þingsályktunartillögu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.