Andrés önd sakaður um kynferðislega áreitni

Bandarísk kona frá Pennsylvaníu hefur stefnt Disney World en hún ásakar starfsmann fyrirtækisins um að áreita sig kynferðislega. Starfsmaðurinn var í gervi Andrésar andar þegar hann átti að hafa káfað á konunni þegar hún beið í röð eftir eiginhandaráritun fyrir tveimur árum. Konan heitir April Magolon en hún segir þessa árás hafa valdið sér miklum andlegum skaða sem hefur orsakað kvíðaköst og höfuðverki. Einnig hefur hún þjáðst af svefnleysi, meltingartruflunum, ógleði og svitaköstum eftir árásina.

Samkvæmt stefnunni þá á maðurinn, í gervi Andrésar andar, að hafa gripið í brjóst hennar og haldið áfram að káfa á henni þegar hún nálgaðist hann til að fá eiginhandaráritun fyrir dóttur sína. Maðurinn á eftir það að hafa grínast með verknaðinn og sagði Andrés önd hreinlega ekki vita betur. Hún krefst 200 þúsund króna í bætur frá Disney-fyrirtækinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.