Stelpur máttu ekki læra um tölvuleik

Nemendur í unglingadeild Auðarskóla í Búðardal gerðu sér glaðan dag í vikunni, þegar skólinn stóð fyrir námskeiðum fyrir krakkana í lok skólaárs. Allir nemendur í unglingadeild fóru á ljósmyndanámskeið, en síðar um daginn var nemendum skipt upp eftir kynjum, þar sem strákum var boðið að fara á fyrirlestur svokallaðs „gamemaster,“ sem starfar við tölvuleikinn Eve Online, þar sem hann sagði frá sínu starfi.

Á sama tíma voru stelpurnar sendar á snyrtinámskeið, auk þess sem skólasálfræðingur hélt fyrirlestur fyrir stúlkurnar um ótímabæra þungun. Móðir stúlku í skólanum er ósátt við það að dóttir hennar, sem hafði mikinn áhuga á að hlýða á fyrirlesturinn um Eve Online, hafi ekki fengið að sitja námskeiðið. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu segir skólana ýta undir staðalmyndir kynja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.