Myndmál gossins: Gosóp og ljónsstrókur

Myndmál eldgossins í Eyjafjallajökli er talsvert og hefur það kveikt í ímyndunarafli Íslendinga nær og fjær. Fólk sér ýmislegt út úr því sjónarspili sem gosinu fylgir. DV hafa borist myndir frá fólki sem sjá ýmislegt skemmtilegt út úr hlutunum.

Sverri Sv. Sigurðarsyni fannst gosstrókur gossins minna sig á eitthvað þegar hann horfði á netsjónvarp RÚV í gær. Kveðst hann hafa tekið skjámynd af stróknum og farið á netið til að finna hentuga mynd.

Og viti menn, gosstrókurinn reyndist bara stemma býsna vel við stærðarinnar ljón. Engu líkara er en að strókurinn sé tignarlegt ljón sem stökkvi upp úr skýjabakkanum.

Ópið og eldgosið

Meðfylgjandi mynd hér að ofan barst DV sömuleiðs frá jarðfræðingi í doktorsnámi í Tromsö í Noregi. Sá veitti því athygli að gosopin þrjú í gíg Eyjafjallajökuls minntu ískyggilega á málverk Edvard Munch, Ópið, frá árinu 1893.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.