Fjárdrátturinn í Mósambík: „Ég er sekur“

„Þetta er bara misferli með fé. Þetta eru ekki stórar upphæðir í sjálfu sér, ef maður hugsar um það sem er að gerast í kringum okkur... Ég gerði mistök í starfi og verð bara að bíta í það súra epli eins og hver annar maður,“ segir Jóhann Pálsson, fyrrverandi umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík.

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og Ríkisendurskoðun rannsaka nú fjárdrátt Jóhanns meðan hann gegndi starfi hjá stofnuninni, líkt og DV.is greindi frá á mánudaginn. Ríkisendurskoðun fer þessa dagana yfir bókhald Þróunarsamvinnustofnunarinnar í Mósambík frá árinu 2006, þegar Jóhann hóf störf þar, og þar til í janúar 2009 þegar hann lét af störfum hjá stofnuninni. „Ég er sekur hvað sem verður,“ segir Jóhann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.