Oddviti leigir út byggðakvóta

Eyrún Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Tálknafjarðarhreppi og oddviti hreppsins, leigir út bát sinn og kvóta, þar með talinn byggðakvóta sem báturinn hefur fengið úthlutað síðastliðin þrjú ár.

Eyrún á bátinn Sæla SU-333 í gegnum félagið Steglu ehf. sem aftur leigir bátinn út og kvótann með til útgerðarinnar Þórsberg ehf. á Tálknafirði. Í þeim kvóta er að finna byggðakvóta sem úthlutaður er af Fiskistofu og síðustu þrjú ár hefur Sæli fengið úthlutað. Allt í allt eru það í kringum 34 tonn af þorski, 27 tonn af ýsu og 19 af ufsa. Sé horft til leiguágóða byggðakvótans eingöngu er hann sextán milljónir króna síðustu þrjú ár. Á heildina hefur Eyrún þó fengið nær 160 milljónum fyrir að leigja bátinn út með kvóta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.