Prestar segja laun biskups óeðlilega lág

Prestar telja laun bískup Íslands, séra Karls Sigurbjörnssonar, vera óeðlilega lág samkvæmt fundargerð Prestafélags Íslands frá 18. febrúar síðastliðnum. Segir í fundagerð félagsins að meðal nokkurra presta hafi það komið til tals að laun biskups Íslands séu óeðlilega lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og miðað við vægi embættis hans.

Mánaðartekjur séra Karls Sigurbjörnssonar á árinu 2008 voru 999.495. Þá hafa prestar áhyggjur af hækkun á húsaleigu prestssetra þeirra. Samkvæmt sömu fundargerð Prestafélags Íslands telja prestar hækkunina vera full mikla auk þess sem nokkuð vanti upp á að gerð sé grein fyrir forsendum þeirra útreikninga sem að baki hækkuninni liggja. Félagið Vantrú vakti fyrst athygli á þessu á vefsíðu sinni www.vantru.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.