Borgin greiddi meintum mansalsmanni milljónir

Mynd: Mynd tengist efni fréttar ekki

Á síðustu fjórum árum hefur Reykjavíkurborg greitt verktakafyrirtækjunum SR verktökum og SR Holdings nærri 330 milljónir króna fyrir ýmis verk, flest á sviði niðurrifs húseigna borgarinnar. Einn forsvarsmanna fyrirtækjanna er nú fyrir dómi en hann er ákærður í mansalsmálinu svokallaða. Annar forsvarsmaður fyrirtækjanna var meðal þeirra sem sátu í gæsluvarðhaldi við upphaf lögreglurannsóknar.

Mansalsmálið hófst um miðjan október síðastliðinn þegar nítján ára gömul, litháísk stúlka missti stjórn á sér í áætlunarflugi frá Varsjá þar sem hún hélt því fram að henni væri ætlað stunda vændi eftir lendinguna hér á landi. Á endanum voru sex ákærðir í málinu, sakaðir um mansal og skipulagða glæpastarfsemi.

Allir hafa þeir lýst yfir sakleysi sínu við réttarhöldin. Fimm sakborninganna eru Litháar en sá sjötti Íslendingur, áðurnefndur forsvarsmaður verktakafyrirtækjanna sem talsvert hafa unnið fyrir borgina undanfarin ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.