Þau liggja undir grun

12 ráðherrar og embættismenn, sem grunaðir eru um vanrækslu, yfirsjónir eða mistök í starfi í aðdraganda bankahrunsins fengu greinargerðir sendar heim til sín frá rannsóknarnefnd Alþingis fyrir nokkrum dögum. Þeir geta neytt andmælaréttar og hafa til þess tíu daga. Þingmannanefnd mun taka ákvarðanir um örlög þessara einstaklinga.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra

Ferill: Fyrrverandi borgarstjóri og formaður Samfylkingarinnar og alþingismaður. Ingibjörg er sagnfræðingur að mennt.

Grunað brot: Mistök eða vanræksla í skilning laga um ráðherraábyrgð

Núverandi starf. Óþekkt en sótti nýverið um starf mannsalsfulltrúa hjá ÖSE í Vínarborg. Glímdi við veikindi um og eftir bankahrun.

Viðbrögð: Tjáir sig ekki um rannsóknarnefndina eða sendingar frá henni.

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra

Ferill. Fyrrverandi utanríksiráðherra og fjármálaráðherra og formaður Sjáflstæðisflokksins og fleira.

Grunað brot: Æðsta ákvörðunarvald í bankahruninu, hugsanleg mistök eða vanræksla í skilningi laga um ráðherraábyrgð og jafnvel fleiri laga.

Núverandi starf: Óþekkt. Glímdi við veikindi um og eftir bankahrun.

Viðbrögð. Ekki náðist til Geirs.

Árni M. Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra

Ferill: Áður sjávarútvegsráðherra og þingmaður.

Grunað brot: Mistök eða vanræksla í skilningi laga um ráðherraábyrgð og fleira.

Núverandi starf: Dýralæknir á Suðurlandi

Viðbrögð: Tjáir sig ekki um rannsóknarnefndina og sendingar frá henni.

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra

Ferill: Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi o.fl..

Grunað brot: Mistök eða vanræksla í skilningi laga um ráðherraábyrgð og fleira.

Núverandi starf. Þinmaður og þingflokksformaður.

Viðbrögð: Ekki náðist til Björgvins.

Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins

Ferill: Lögfræðingur

Grunað brot: Mistök eða vanræksla í starfi í skilning laga, m.a. um fjármálafyrirtæki, verðbréfaviðskipti o.fl.

Núverandi starf: Óþekkt

Viðbrögð: Ekkert samband haft við Jónas.

Jónína S. Lárusdóttir ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneyti

Ferill: Lögfræðingur og áður skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu.

Grunað brot: Hugsanleg mistök eða embættisglöp í skilningi laga.

Núverandi starf: ráðuneytisstjóri

Viðbrögð: Ekki náðist samband við Jónínu.

Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri

Ferill: Lögfræðingur, borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Grunað brot: Hugsanleg vanræksla eða mistök í starfi í skilningi laga, m.a. laga um Seðlabanka Íslands, stjórnsýslulög o.fl.

Núverandi starf: Ritstjóri Morgunblaðsins

Viðbrögð: Ekki náðist samband við Davíð.

Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri

Ferill: Hagfræðingur og yfirmaður í Seðlabanka Íslands m.a. aðstoðarseðlabankastjóri.

Grunað brot: Hugsanleg vanræksla í skilningi laga, m.a. gegn lögum um Seðlabanka Íslands.

Núverandi starf: Ráðgjafastarf í Noregi

Viðbrögð: Ekki náðist samband við Ingimund.

Eiríkur Guðnason fyrrverandi seðlabankastjóri

Ferill: Hagfræðngur og einn af stjórnendum Seðlabankans um langt skeið.

Grunað brot: Hugsanleg vanræksla í skilningi laga, m.a. gegn lögum um Seðlabanka Íslands.

Núverandi starf: Óþekkt.

Viðbrögð: Ætlar ekki að tjá sig.

Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins

Ferill: Lögfræðingur, sjálfstætt starfandi, ráðuneytisstjóri frá árinu 2000.

Grunað brot: Mistök og vanræksla í skilningi laga. Einnig grunaður um innherjasvik og stendur í málaferlum.

Núverandi starf: Óþekkt.

Viðbrögð: Svarar engu um rannsóknarnefndina eða sendingar frá henni.

Bolli Þór Bollason fyrrverandi ráðuneytistjóri í forsætisráðuneytinu

Ferill: Hagfræðingur, ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri

Grunað brot: Mistök, vanræksla eða embættisglöp í skilningi laga.

Núverandi starf: Óþekkt

Viðbrögð: Ekki náðist í Bolla.

Áslaug Árnadóttir lögfræðingur, sem var starfandi ráðuneytisstjóri sumarið 2008, er samkvæmt heimilldum DV einnig í hópi tólfmenninganna sem fengið hafa bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis og geta neytt andmælaréttar næstu daga. Áslaug starfar nú sem lögfræðingur í Reykjavík. Hún var skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu í bankahruninu og átti síðar sæti í Icesave-samninganefndinni, sem Svavar Gestsson fór fyrir.

Í helgarblaði DV er ítarleg umfjöllun um meinta þátt ofantaldra í hruninu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.