Sami eigandi fyrir og eftir gjaldþrot

Fyrrverandi eigandi hins gjaldþrota fyrirtækisins Kraftvéla, Ævar Björn Þorsteinsson, er einn eigenda nýs rekstrarfélags fyrirtækisins, Kraftvéla ehf., sem hefur hafið rekstur á nýjan leik undir sama nafni. Samkvæmt heimildum DV voru greiddar 60 milljónir króna í beinhörðum peningum fyrir fyrirtækið en það var félagi Ævars sem keypti það úr þrotabúinu. Þeir hafa nú stofnað saman fyrirtæki utan um Kraftvélar og Ævar verður við stjórnvölinn.

Gjaldþrot Kraftvéla er talið nema rúmum tveimur milljörðum en kröfur í þrotabúið eru byrjaðar að streyma inn til skiptastjóra. Skiptastjórinn, Jón Ármann Guðjónsson, seldi nýlega úr búinu þær eignir sem ekki voru veðsettar. Hátt í þrjátíu fyrirspurnir bárust honum en á endanum komu tvö tilboð í fyrirtækið. Hærra tilboðið var frá fyrirtækinu Mistra ehf. og var því tekið með hagsmuni þrotabúsins og kröfuhafa í fyrirrúmi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.