Eygló: Skjaldborgin í kringum banka og fjármálastofnanir

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra virðast ætla áfram að krossleggja puttana og vona að Hæstiréttur redd málunum fyrir hann. „Enginn vilji virðist vera til að taka á þessu stóra vandamáli á heildstæðan máta,“ ritar Eygló á heimasíðu sína og á hún þar við ummæli Gylfa sem hann hafði við Morgunblaðið vegna ákvörðunar Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna lántakanda af kröfum fjármögnunarkröfum Lýsingar.

Gylfi sagði í samtali við Morgunblaðið að bíða yrði eftir niðurstöðum Hæstaréttar í málinu. Hann sagði einnig að lánin ekki öll eins og því ekki hægt að heimfæra niðurstöðu Héraðsdóms á þau öll.

Þýðir það að hann ætlar áfram að benda fólki á að leita réttar síns fyrir dómstólum? Á sama tíma og ráðherrar varpa frá sér allri ábyrgð og segja beinlínis að hver og einn þurfi nú að stefna bönkum og eignaleigufyrirtækjum ætli þeir sér að fá leiðréttingu sinna mála, hafa stjórnvöld unnið markvisst að því að draga úr möguleikum almennings á að gera einmitt það. Stjórnvöld hafa hækkað kostnað við málsóknir og ekkert gert til að auka möguleika fólks á gjafsókn,“ skrifar Eygló.

Hún segir skjaldborg ríkisstjórnarinnar vera byggða í kringum banka og fjármálstofnanir, útrásarvíkinga og fjárglæframenn, en almenningur sé utangarðs og þurfi að berja upp á eigin spýtur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.