Gunnar fékk lán frá Karli

Gunnar Steinn Pálsson, þekktasti almannatengill á Íslandi, fékk tæpar 7 milljónir króna að láni frá eignarhaldsfélagi í eigu Karls Wernerssonar í október 2007. Lánið barst til Gunnars Steins frá eignarhaldsfélaginu Hætti sem er að öllu leyti í eigu Karls.

Lánið var til þriggja ára og var lánasamningurinn undirritaður í október 2007. Gunnar Steinn átti að byrja að greiða af láninu í nóvember sama ár.

Gunnar Steinn þessi er hvað þekktastur fyrir að hafa gætt hagsmuna þekktra einstaklinga eins og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, Björgólfs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.