Einar Karl fékk milljónir frá Kaupþingi

Einar Karl Haraldsson, almannatengill og núverandi upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, fékk nærri 19 milljónir króna fyrir selda ráðgjafarþjónustu á vegum einkahlutafélags síns Innform árið 2007. Heimildir DV herma að meirihluti þessara greiðslna hafi verið frá Kaupþingi.

Einar Karl vann mikið fyrir þann banka á árunum fyrir hrunið, líkt og komið hefur fram áður í fjölmiðlum. „Ég var að vinna mikið fyrir Kaupþing á þessum árum,“ segir Einar Karl og bætir því við aðspurður að hann geti alveg trúað því að töluverður hluti af seldri þjónustu einkahlutafélagsins hafi verið vegna vinnu fyrir Kaupþing. Hann segist þó ekki vera með það á hraðbergi hversu mikið þetta var.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.