Ætlar að skilja við eiginmanninn og eignast barn með konu

Íslensk kona ætlar að skilja við manninn sinn svo þau geti eignast barn. Hún kom fram án þess að geta nafn síns í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en þar sagðist hún ætla að skilja við manninn sinn og byrja með annarri konu til að geta átt barn.

„Núna ætlum við að prófa það að gera þetta hérna heima og við ætlum að skilja. Ég ætla að byrja með konu vegna þess að konur mega eignast barn saman,“ sagði konan en þá myndi konan, sem hún myndi byrja með, fá egg frá henni og sæði frá manni hennar. „Þegar svo barnið er fætt mun ég skilja við konuna og giftast manni mínum aftur. Á meðan þetta er ekki leyft verður maður að leita allra leiða,“ sagði konan í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Staðgöngumæðrun er bönnum samkvæmt lögum á Íslandi en átján þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun og vilja að heilbrigðisráðherra skipi starfshóp sem undirbúi frumvarp um staðgöngumæðrun.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við RÚV vera bjartsýn á að staðgöngumæðrun verði leyfð á Íslandi, en hún er bönnuð í Norðurlöndunum en heimili í Bretlandi og Hollandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.