Höfundar sækja í Hávamál

„Fagurt skal mæla og fé bjóða sá er vill fljóðs ást fá, líki leyfa ins ljósa mans,sá fær er frjár,“ með þessari speki úr Hávamálum hefst bókin um vændiskonuna Catalinu Mikue Ncogo, Hið dökka man. Þórarinn Þórarinnsson, er annar höfunda bókarinnar. Spurður út í hvers vegna höfundar sæki titil bókarinnar í Hávamál, svarar hann: „Af því við Jakob Bjarnar erum svo vel lesnir, þá þótti okkur áhugavert að í þessum eldgömlu leiðbeiningum um hvernig maður á að fara í gegnum lífið, er tæpt aðeins á vændi. Þetta er líka til þess að setja þessa svörtu konu frá fjarlægu landi í alveg grjóttraust íslenskt samhengi. Þetta er líka til þess að minna á að þó Catalina sé dæmd fyrir hórmang og allt það, þá byrjaði ekki vændi á Íslandi með komu hennar til landsins árið 1997.“

Hefur Þórarinn engar áhyggjur af því að tepruskapur muni verða þess valdandi að fólk þori ekki að kaupa bókina og gefa í jólagjöf. „Ég hef engar áhyggjur, en þetta er mjög umdeilt. Ég hef til dæmis hitt unga menn sem ég þekki ekki neitt, þeir öskruðu á eftir mér: „Jólabók strákana í ár!“ Ég gef mér það að hún verði meira í grínpökkunum í ár,“ segir Þórarinn.

„Þetta er náttúrulega falleg bók og þó það sé veri að fjalla um vændi og kynlíf, þá er þetta ákaflega siðprúður texti. Ég hugsa að vinkona mín Tobba Marínós, sé ívið grófari en við Jakob. Enda löguðm við okkur fram að vera ekki að skrifa eins og við væru að skrifa í Bleikt og blátt. Þetta er ekki eins og fara út í búð að kaupa klámblað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.