Húmoristi fór dansandi yfir hálendi Íslands

Mynd: Youtube stilla

Belginn Louis Philippe Loncke dansaði og sprellaði þvert yfir Ísland í ágúst. Louis gekk frá Kötlutanga á Suðurlandi til Rifstanga á Melrakkasléttu á Norðurlandi. Alls gekk hann um 600 kílómetra á 19 dögum.

Alla leiðina gekk hann án utanaðkomandi aðstoðar, en hann tók með sér kvikmyndatökuvél og allan sinn búnað. Á leiðinni tók hann upp dans og sprell við ýmsa staði á Íslandi, og hefur sett saman myndband þar sem lagið Jungle Drum eftir Emiliönu Torrini er spilað undir hin ýmsu dansspor.

Hann gekk leiðina í sumar, en hyggst snúa aftur í vetur og ganga sömu leið. Þá segir í myndbandi hans að auglýsingaherferðin Inspired by Iceland hafi veitt innblástur að ferðinni.

Hér má sjá bloggsíðu kappans, og myndbandið er hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.