Bildt: Ísland fær enga flýtimferð

Mynd: Mynd AFP

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að Ísland muni ekki fá neina hraðmeðferð inn í Evrópusambandið en hinsvegar megi búast við að Ísland fari styttri leið þar sem ísland er þegar aðili að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þetta sagði Carl Bildt við blaðamenn í Brussel í morgun fyrir fund utanríkisráðherra ESB-ríkja. Búist er við að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði til umfjöllunar á fundinum. Á vefsíðu New York Times er haft eftir embættismönnum innan Evrópusambandsins að óvíst sé hversu langan tíma viðræðurnar muni taka. Þó muni það væntanlega ekki taka minna en fjórtán mánuði.

Bildt minnti á að fulltrúar Evrópusambandsins skildu ekki gleyma þjóðum eins og Serbíu og Albaníu sem þegar hafa sótt um aðild að sambandinu. Á vef New York Times er talið að „flýtimeðferð“ fyrir Íslandi gæti vakið reiði ríkja á Balkanskaganum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.